Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Erna Þurý snýr aftur og semur við Fylki
Mynd: Fylkir
Erna Þurý Fjölvarsdóttir hefur ákveðið að taka skóna af hillunni og hefur samið við Fylki. Hún gerir samning út tímabilið 2026.

Erna er fædd árið 2005 og er uppalin í Fylki. Hún hóf meistaraflokksferilinn árið 2021 og lék síðast sumarið 2023, hún á sjö leiki að baki með Fylki.

„Hún hefur sýnt og sannað að hún hefur engu gleymt síðustu vikur og mánuði og það verður spennandi að sjá hvaða töfra hún nær að framkalla næstu tvö tímabil," segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá tilkynnti Fylkir að fjórar efnilegar hafi skrifað undir samning við félagið. Það eru þær Sigríður Karítas Skaftadóttir (2008), Sigrún Helga Haldórsdóttir, (2008) Birta Margrét Gestsdóttir (2008) og Katla Sigrún Elvarsdóttir (2008)

„Ljóst er að Fylkir horfir til framtíðar með þessum ungu og spennandi leikmönnum og ljóst er að það verður spennandi að fylgjast með þessum þeim taka stærri skref á sínum ferli," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner