Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodri gæti spilað á þessu tímabili - Guardiola spenntur
Mynd: EPA
Rodri, miðjumaður Man City, gæti óvænt snúið aftur á völlinn áður en tímabilinu lýkur en hann hefur verið fjarverandi eftir að hann sleit krossband í september.

City birti myndband af honum æfa einsamall á æfingasvæði félagsins um helgina en Pep Guardiola var spurður út í ástandið á spænska miðjumanninum.

„Stuðningsmennirnir mega vita að það eru ekki aðeins þeir sem eru spenntir. Þetta hafa verið fimm eða sex mánuðir," sagði Guardiola.

„En þetta er eitt skref í einu. Við viljum ekki taka heimskar ákvarðanir og koma honum af stað of snemma. Hann er ekki nálægt því að koma til baka en er að snerta bolta og er í klefanum. Hann er með sjálfstraust og er ánægður."

„Ég myndi ekki búast við því að hann kæmi aftur fyrir lok tímabilsins, ekki einu sinni fyrir HM félagsliða en það gæti gerst," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner