Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   sun 02. mars 2025 23:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Lánsmaður frá Sociedad með tvennu fyrir Valencia
Mynd: EPA
Osasuna 3 - 3 Valencia
0-1 Diego Lopez Noguerol ('14 )
1-1 Aimar Oroz ('26 )
1-2 Umar Sadiq ('32 )
2-2 Aimar Oroz ('39 )
3-2 Ante Budimir ('45 , víti)
3-3 Umar Sadiq ('87 )

Valencia gat komist upp úr fallsæti með sigri á Osasuna í spænsku deildinni í kvöld.

Það var ansi fjörugur fyrri hálfleikur sem liðin buðu upp á en Diego Lopez kom Valencia yfir eftir stundafjórðung. Aimar Oroz jafnaði metin en Umar Sadiq, lánsmaður frá Real Sociedad, kom Valencia aftur í forystu.

Oroz jafnaði metin aftur áður een Ante Budimir náði forystunni fyrir Osasuna með marki úr vítaspyrnu áður en flautað var til loka fyrri hálfleiksins.

Undir lok leiksins skoraði Sadiq jöfnunarmark fyrir Valencia þegar hann skoraði með hælnum eftir fyrirgjöf frá Sergi Canos og tryggði Valencia stig.

Valencia er í 18. sæti með 24 stig, jafn mörg stig og Las Palmas sem er í sætinu fyrir ofan. Osasuna er í 11. sæti með 33 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
2 Atletico Madrid 26 16 8 2 43 16 +27 56
3 Real Madrid 26 16 6 4 55 25 +30 54
4 Athletic 26 13 9 4 44 23 +21 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Betis 26 10 8 8 34 33 +1 38
7 Vallecano 26 9 9 8 28 27 +1 36
8 Mallorca 26 10 6 10 25 32 -7 36
9 Real Sociedad 26 10 4 12 23 27 -4 34
10 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
11 Sevilla 26 8 9 9 31 36 -5 33
12 Celta 26 9 6 11 38 40 -2 33
13 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
14 Getafe 26 7 9 10 21 21 0 30
15 Leganes 26 6 9 11 23 38 -15 27
16 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
17 Valencia 26 5 9 12 28 44 -16 24
18 Las Palmas 26 6 6 14 30 44 -14 24
19 Alaves 26 5 8 13 29 40 -11 23
20 Valladolid 26 4 4 18 17 60 -43 16
Athugasemdir
banner
banner
banner