Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pep óánægður með boltann í bikarnum - „Erfitt að stjórna honum"
Mynd: EPA
Pep Guardiola gagnrýndi boltann sem er notaður í enska bikarnum eftir sigur liðsins gegn Plymouth um helgina.

City var með mikla yfirburði en gekk illa að koma boltanum á markið. Plymouth komst yfir í leiknum en Nico O'Reilly skoraði tvennu með skalla til að tryggja liðinu sæti í 8-liða úrslitum.

„Það er erfitt að stjórna honum. Margir leikmenn og stjórar hafa talað um þetta í mörg ár. Þegar þú tapar hljómar þetta eins og tuð en boltinn er ekki góður, afsakið mig. Svona hefur þetta verið í bikarnum og deildabikarnum, ég veit að þetta eru viðskipti og menn ná samkomulagi," sagði Guardiola.

„Ég hef sagt mína skoðun og fólk segir hvort það sé í lagi eða ekki. VIð unnum svo fólk verður gott við mig en ef við hefðum tapað hefði ég sagt það sama. Meistaradeildarboltinn er frábær, úrvalsdeildarboltinn er frábær en ekki þessi."

Guardiola fetar í fótspor Mikel Arteta sem var ekki sáttur með boltann í deildabikarnum eftir tap liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner