Andre Onana vill vera áfram hjá MAnchester United á næsta tímabili samkvæmt Manchester Evening News. Markmaðurinn hefur gert mörg stór mistök á tímabilinu og á í erfiðleikum með að ná stöðugleika.
MEN segir frá því að Ruben Amorim vilji fá nýjan markmann í sumar.
MEN segir frá því að Ruben Amorim vilji fá nýjan markmann í sumar.
Samningur Onan er til sumarsins 2028 og hann er sagður vilja vera áfram á Old Trafford.
Onana var keyptur sumarið 2023 á 47 milljónir punda frá Inter og fenginn í stað David de Gea. Hann hefur gert mörg mistök sem hafa leitt að mörkum.
Það gæti spilað inn í hugsun Amorim að á næsta tímabili verður Onana talsvert frá þar sem Kamerún tekur þátt í Afríkukeppninni sem fram fer á miðju tímabili United.
Mike Maignan, markmaður AC Milan og franska landsliðsins, er einn af þeim sem United gæti skoðað.
Athugasemdir