Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Romero valinn í argentínska landsliðið
Cristian Romero.
Cristian Romero.
Mynd: EPA
Cristian Romero varnarmaður Tottenham hefur verið valinn í argentínska landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM.

Þessi 26 ára leikmaður hefur ekki spilað fyrir Spurs síðan hann meiddist á læri í 4-3 tapi gegn Chelsea þann 8. desember.

Hann hefur bara komið við sögu í tólf úrvalsdeildarleikjum á þessu tímabili. Hann er mættur aftur til æfinga en ekki út á keppnisvöllinn.

Tottenham á fjóra leiki, tvo í Evrópudeildinni og tvo í úrvalsdeildinni, áður en kemur að landsleikjaglugganum.

Argentína er með fimm stiga forystu í undankeppni HM, ríkjandi heimsmeistarar hafa unnið átta af tólf leikjum.

Hinn nítján ára gamli Claudio Echeverri hjá Manchester City er einnig í hópnum. Hann hefur enn ekki leikið sinn fyrsta leik fyrir City síðan hann kom frá River Plate.

Þá var 52 manna landsliðshópur Brasilíu kynntur í dag, Brasilíumenn eru í fimmta sæti undankeppninnar. Hópurinn verður skorinn vel niður en í stóra hópnum er Gabriel Martinelli sem er á meiðslalista Arenal og hefur ekki spilað síðan 5. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner