Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Isco afgreiddi Real Madrid
Isco skoraði og lagði upp gegn gömlu félögunum
Isco skoraði og lagði upp gegn gömlu félögunum
Mynd: EPA
Isco var maður leiksins er Real Betis lagði Real Madrid að velli, 2-1, í La Liga á Spáni í kvöld.

Spænski sóknartengiliðurinn var á mála hjá Real Madrid í níu ár og spilaði yfir 350 leiki með liðinu.

Hann hefur verið að gera fína hluti með Betis síðustu tvö ár og verið einn af þeirra mikilvægustu mönnum.

Betis lenti þó undir eftir aðeins tíu mínútna leik er Brahim Diaz hljóp á sendingu Ferland Mendy og skoraði.

Isco minnti á sig á 34. mínútu. Hann tók hornspyrnu sem Johnny Cardoso stangaði í netið. Thibaut Courtois náði að koma puttunum í boltann, en ekki nóg til að halda honum úr markinu.

Snemma í síðari hálfleiknum skoraði Isco sigurmarkið úr vítaspyrnu eftir að þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hamraði sóknarmann Betis niður í teignum.

Slæmt tap hjá Madrid í titilbaráttunni en Barcelona á nú möguleika að ná þriggja stiga forystu ef liðið vinnur Real Sociedad á morgun.

Real Betis er í 7. sæti með 35 stig. þrettán stigum frá Meistaradeildarsæti.

Betis 2 - 1 Real Madrid
0-1 Brahim Diaz ('10 )
1-1 Johnny Cardoso ('34 )
2-1 Alarcon Isco ('54 , víti)

Rayo Vallecano 1 - 1 Sevilla
1-0 Andrei Ratiu ('55 )
1-1 Dodi Lukebakio ('81 )

Girona 2 - 2 Celta
1-0 Viktor Tsygankov ('21 )
1-1 Iker Losada ('36 )
1-2 Marcos Alonso ('51 , víti)
2-2 Yangel Herrera ('68 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
2 Atletico Madrid 26 16 8 2 43 16 +27 56
3 Real Madrid 26 16 6 4 55 25 +30 54
4 Athletic 26 13 9 4 44 23 +21 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Betis 26 10 8 8 34 33 +1 38
7 Vallecano 26 9 9 8 28 27 +1 36
8 Mallorca 26 10 6 10 25 32 -7 36
9 Real Sociedad 26 10 4 12 23 27 -4 34
10 Sevilla 26 8 9 9 31 36 -5 33
11 Celta 26 9 6 11 38 40 -2 33
12 Osasuna 25 7 11 7 29 34 -5 32
13 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
14 Getafe 26 7 9 10 21 21 0 30
15 Leganes 26 6 9 11 23 38 -15 27
16 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
17 Las Palmas 26 6 6 14 30 44 -14 24
18 Alaves 26 5 8 13 29 40 -11 23
19 Valencia 25 5 8 12 25 41 -16 23
20 Valladolid 26 4 4 18 17 60 -43 16
Athugasemdir
banner
banner