Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 12:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Markvörður Millwall rekinn af velli - Fyrrum markvörður Kórdrengja kominn inn á
Lukas Jensen í leik með Kórdrengjum
Lukas Jensen í leik með Kórdrengjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Millwall er í heimsókn hjá Crystal Palace í enska bikarnum en leikurinn byrjar afar illa fyrir Championship liðið.

Eftir aðeins sjö mínútna leik fékk Liam Roberts, markvörður liðsins, rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Jean Philippe-Mateta.

Hann kom út úr teignum og stökk upp með annan fótinn á undan sér. Hann var á undan Mateta í boltann en sparkaði í andlitið á honum í leiðinni og fékk rautt spjald.

Mateta neyddist til að fara af velli og Eddie Nketiah kom inn á í hans stað. Nketiah skoraði stuttu síðar en markið var dæmt af þar sem hann tók við boltanum með hendinni.

Lukas Jensen er aðalmarkvörður MIllwall og hann kom í rammann í staðinn fyrir Roberts. Jensen á áhugaverðan feril en hann lék með Kórdrengjum í Lengjudeildinni sumarið 2021. Hann lék sjö leiki með liðinu.

Ferillinn hans hefur verið á hraðri uppleið en hann hefur leikið með Carlisle, varaliði Burnley, Accrington Stanley og Lincoln áður en hann gekk til liðs við Millwall síðasta sumar.

Challenge on Mateta by Millwall keeper Roberts.
byu/LogicalBookkeeper818 insoccer

Athugasemdir
banner
banner