Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man City og Plymouth: De Bruyne og Foden byrja - Guðlaugur Victor á bekknum
Mynd: EPA
Það er áhugaverður leikur framundan í enska bikarnum klukkan 17:45 þar sem Plymouth heimsækir Man City.

Eins og búast mátti við gerir Pep Guardiola miklar breytingar á liðinu sem vann Tottenham í síðasta deildarleik. Enginn sem byrjaði þann leik byrjar í kvöld.

Það er þó mikil reynsla í liðinu en Kevin De Bruyne ber fyrirliðabandið. Þá eru Phil Foden, Bernardo Silva og Jack Grealish einnig í byrjunarliðinu en sá síðarnefndi hefur verið að kljást við meiðsli.

Guardiola geymir ansi sterka leikmenn á bekknum. Guðlaugur Victor Pálsson er á bekknum hjá Plymouth en Ryan Hardie sem tryggði liðinu sigur gegn Liverpool í síðustu umferð er fjarverandi vegna meiðsla.

Man City: Ortega Moreno, Lewis, Reis, Ake, O’Reilly, Gundogan, De Bruyne (C), McAtee, Bernardo, Grealish, Foden
Varamenn: Ederson, Dias, Marmoush, Haaland, Doku, Nico, Gvardiol, Savinho, Nunes

Plymouth: Hazard, Mumba, Ogbeta, Pleguezuelo, Wright, Bundu, Gyabi, Boateng, Katic, Sorinola, Talovierov.
Varamenn: Grimshaw, Houghton, Szucs, Edwards, Puchacz, Al Hajj, Baidoo, Roberts, Palsson.
Athugasemdir
banner
banner