Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Magnað aukaspyrnumark Dimarco dugði ekki Inter í titilbaráttuslag
Federico Dimarco skoraði frábært aukaspyrnumark
Federico Dimarco skoraði frábært aukaspyrnumark
Mynd: EPA
Napoli 1 - 1 Inter
0-1 Federico Dimarco ('22 )
1-1 Philip Billing ('87 )

Napoli og Inter gerðu 1-1 jafntefli í titilbaráttuslag í Napolí í dag.

Ítalski vinstri bakvörðurinn Federico Dimarco skoraði algerlega sturlað mark úr aukaspyrnu á 22. mínútu. Inter fékk aukaspyrnuna rúmum tuttugu metrum frá marki og spyrnti hann boltanum í samskeytin vinstra megin.

Napoli fékk nokkur færi til að jafna leikinn í fyrri hálfleiknum en Alessandro Bastoni og hans menn í vörninni voru að skila góðri vakt.

Heimamenn héldu áfram að sækja í þeim síðari. Giacomo Raspadori og Stanislav Lobotka komu sér báðir í fínustu færi en náðu ekki að koma boltanum í netið.

Varamaðurinn Philip Billing reyndist bjargvættur Napoli þegar þrjár mínútur voru eftir. Lobotka sendi Billing í gegn. Josep Martíenz varði fyrsta skot Billing sem tókst þó að hirða frákastið og skora.

Lokatölur 1-1 í titilbaráttuslag. Inter er áfram á toppnum með 58 stig en Napoli með 57 stig í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir af tímabilinu.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 60 25 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Lazio 27 15 5 7 48 34 +14 50
5 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
9 Milan 27 11 8 8 38 29 +9 41
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 27 8 10 9 31 32 -1 34
12 Genoa 27 7 10 10 25 35 -10 31
13 Como 27 7 7 13 33 43 -10 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 27 6 7 14 27 42 -15 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 27 5 8 14 32 46 -14 23
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 27 2 8 17 21 45 -24 14
Athugasemdir
banner
banner
banner