Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Ætla ekki að liggja til baka gegn Liverpool - „Við erum að mæta besta liði Evrópu“
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, segir að liðið muni ekki liggja til baka þegar það mætir Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni.

Tvö af heitustu liðum Evrópu mætast á Parc des Princes-vellinum í París á miðvikudag.

Liverpool spilaði síðast á miðvikudag og mætir því endurnært inn í viðureignina á meðan PSG mætti Lille í frönsku deildinni í gær.

PSG vann þann leik örugglega, 4-1, en Enrique var spurður út í einvígið gegn Liverpool eftir leikinn.

„Við munum ekki breyta miklu. Leikurinn gegn Lille var ákveðið próf því það eru líkindi með þeim og Liverpool. Við settum þá undir það mikla pressu að þeir gátu ekki lengur spilað úr vörninni og þurftu í staðinn að spila löngum boltum,“ sagði Enrique.

Hann viðurkennir að þetta verði erfitt einvígi en að PSG sé ekki að mæta inn í það til að verjast.

„Sá leikur verður allt öðruvísi og auðvitað mjög flókinn, en við erum á besta kafla tímabilsins. Við munum spila gegn besta liði Evrópu, sem flaug áfram í 16-liða úrslit, en það er ekki hluti af okkar hugarfari að vera með einhverjar spekúleringar, vernda okkur sjálfa og vera varnarsinnaðir. Við munum sækja og reyna að snúa þessu okkur í hag,“ sagði Spánverjinn enn fremur.
Athugasemdir
banner