Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xabi áfram hjá Völsungi
Lengjudeildin
Mynd: Völsungur
Xabier Cardenas Angora, betur þekktur sem Xabi, hefur skrifað undir nýjan samning við Völsung og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.

Xabi er 27 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður. Hann átti frábært tímabil með liðinu í 2. deild síðasta sumar og var valinn í lið ársins hjá Fótbolta.net.

Völsungur hafnaði í 2. sæti. Hann lék 25 leiki með liðinu í öllum keppnum síðasta sumar.

Hann er uppalinn hjá Real Sociedad en lék með Portugalete áður en hann gekk til liðs við Völsung.

Komnir
Elfar Árni Aðalsteinsson frá KA
Elvar Baldvinsson frá Vestra
Ívar Arnbro Þórhallsson á láni frá KA

Farnir
Jakob Gunnar Sigurðsson í KR
Juan Guardia í Þór
Ólafur Örn Ásgeirsson til HK (var á láni)

Samningslausir
Steinþór Freyr Þorsteinsson (1985)
Óskar Ásgeirsson (2000)
Gunnar Kjartan Torfason (2002)
Athugasemdir
banner
banner