Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn Leverkusen rifust á vellinum - „Viljum ekki gera mikið úr þessu"
Victor Boniface
Victor Boniface
Mynd: EPA
Það var ekki allt fullkomið þrátt fyrir góðan leik hjá Leverkusen gegn Frankfurt um helgina.

Leverkusen vann leikinn 4-1 en staðan var 3-1 í hálfleik.

Það kom upp atvik þar sem liðið var nálægt því að skora fimmta markið en Victor Boniface og Emi Buendia urðu fyrir hvort öðrum. Boniface varð pirraður út í Buendia og ýtti honum og Buendia hristi höfuðið áður en samherjar komu og rifu Boniface í burtu.

Xabi Alonso, stjóri liðsins, tjáði sig um atvikið eftir leikinn.

„Ég ræddi við Boni, ég er ekki með öll smáatriði á hreinu en Boni vildi skjóta, svona getur gerst. Við viljum ekki gera mikið úr einhverju svona litlu. Við erum rólegir og lítum fram á veginn á mánudaginn," sagði Alonso.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner