Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 17:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Barcelona rúllaði yfir tíu leikmenn Sociedad
Mynd: EPA
Barcelona er komið aftur á toppinn í spænsku deildinni eftir að hafa farið illa með Real Sociedad í dag. Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Sociedad en fékk úr engu að moða.

Hinn 23 ára gamli Gerard Martin kom Barcelona yfir en þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið. Marc Casado bætti öðru markinu við eftir hálftíma leik þegar skot Dani Olmo fór af honum og í netið.

Robert Lewandowski átti skalla að marki eftir hornspyrnu snemma í seinni hálfleik sem Alex Remiro varði út í teiginn og Ronald Araujo var fyrstur að átta sig og skoraði.

Lewandowski innsiglaði síðan sigurinn þegar Araujo átti skot fyrir utan vítateiginn sem fór af Lewandowski og í netið.

Sociedad komst hvorki lönd né strönd en liðið átti ekki eitt einasta skoot að marki í leiknu. Orri var tekinn af velli á 77. mínútu. Barcelona skaust á toppinn með sigrinum með 57 stig og er stigi á undan Atletico og þremur á undan Real. Sociedad er í 9. sæti með 34 stig.

Barcelona 4 - 0 Real Sociedad
1-0 Gerard Martin ('25 )
2-0 Marc Casado Torras ('29 )
3-0 Ronald Araujo ('56 )
4-0 Robert Lewandowski ('60 )
Rautt spjald: Aritz Elustondo, Real Sociedad ('17)

Leganes 1 - 0 Getafe
1-0 Diego Garcia ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 26 18 3 5 71 25 +46 57
2 Atletico Madrid 26 16 8 2 43 16 +27 56
3 Real Madrid 26 16 6 4 55 25 +30 54
4 Athletic 26 13 9 4 44 23 +21 48
5 Villarreal 25 12 8 5 48 35 +13 44
6 Betis 26 10 8 8 34 33 +1 38
7 Vallecano 26 9 9 8 28 27 +1 36
8 Mallorca 26 10 6 10 25 32 -7 36
9 Real Sociedad 26 10 4 12 23 27 -4 34
10 Osasuna 26 7 12 7 32 37 -5 33
11 Sevilla 26 8 9 9 31 36 -5 33
12 Celta 26 9 6 11 38 40 -2 33
13 Girona 26 9 5 12 34 39 -5 32
14 Getafe 26 7 9 10 21 21 0 30
15 Leganes 26 6 9 11 23 38 -15 27
16 Espanyol 25 7 6 12 24 36 -12 27
17 Valencia 26 5 9 12 28 44 -16 24
18 Las Palmas 26 6 6 14 30 44 -14 24
19 Alaves 26 5 8 13 29 40 -11 23
20 Valladolid 26 4 4 18 17 60 -43 16
Athugasemdir
banner
banner