Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 16:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
ÍA fær ungan markvörð frá Kára (Staðfest)
Mynd: ÍA
Markvörðurinn kristján Hjörvar Sigurkarlsson hefur skrifað undir samning við ÍA út næstu leiktíð.

Kristján Hjörvar er fæddur árið 2005 en hann lék með Kára síðasta sumar þar sem liðið vann 3. deildina. Þá lék hann með 2. flokki á Skaganum þar sem liðið varð bikarmeistari.

Kristján kemur til með að veita Árna Marinó Einarssyni samkeppni um markvarðarstöðuna í Bestu deildinni næsta sumar.

Hann gekk til liðs við Kára síðasta sumar frá Val en hann lék einn leik með Val í Bestu deildinni sumarið 2022.

Komnir
Baldvin Þór Berndsen frá Fjölni
Ómar Björn Stefánsson frá Fylki
Jón Sölvi Símonarson frá Breiðabliki (á láni)
Haukur Andri Haraldsson keyptur frá Lille (var á láni)

Farnir
Arnór Smárason hættur
Jón Breki Guðmundsson til Empoli
Hilmar Elís Hilmarsson til Fjölnis á láni
Arnleifur Hjörleifsson til Njarðvíkur á láni
Árni Salvar Heimisson í Grindavík á láni
Breki Þór Hermannsson í Grindavík á láni
Dino Hodzic orðinn markmannsþjálfari
Marvin Darri Steinarsson til Gróttu (var á láni frá Vestra)
Athugasemdir
banner
banner
banner