Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 15:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ný regla samþykkt - Fá horn ef markmaður tefur leikinn
Mynd: EPA
Það er regla í fótbolta sem hefur verið mjög umdeild en það kemur að því þegar markmenn tefja leikinn.

Reglurnar segja til um að markmenn mega ekki halda á boltanum í meira en sex sekúndur en dómarar virðast ekki fara mikið eftir þessari reglu.

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur samþykkt nýja reglu en hún er sú að ef markmaður heldur boltanum í meira en átta sekúndur fær andstæðingurinn hornspyrnu.

Núgildandi regla segir að andstæðingurinn eigi að fá óbeina aukaspyrnu ef markmaðurinn heldur boltanum í meira en sex sekúndur en eins og fyrr segir virðist sjaldan vera farið eftir þeirri reglu.

Nýja reglan mun taka gildi frá og með næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner