Tobias Thomsen er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið í Breiðablik. Thomsen er danskur framherji sem lék með KR tímabilið 2017, Val 2018 og svo KR 2019-20. Hann sneri aftur til Danmerkur um mitt sumar 2020 og samdi við Hvidövre.
Thomsen skoraði 18 deildarmörk í 63 leikjum þegar hann var hér síðast, sex mörk í tíu bikarleikjum og tvö mörk í sjö Evrópuleikjum.
Thomsen skoraði 18 deildarmörk í 63 leikjum þegar hann var hér síðast, sex mörk í tíu bikarleikjum og tvö mörk í sjö Evrópuleikjum.
Hann er 32 ára og verður 33 í október. Hann er sem stendur hjá portúgalska liðiðinu Torreense sem er í næstefstu deild Portúgals. Samningur hans við portúgalska liðið á að renna út í sumar.
Breiðablik hefur verið í framherjaleit og hjá Íslandsmeisturunum mun Thomsen berjast við Óla Val Ómarsson og Kristófer Inga Kristinsson um framherjastöðuna. Kristófer Ingi er byrjaður að hreyfa sig eftir meiðsli en óvíst hvenær hann kemst á fullt skrið.
Athugasemdir