Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 16:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Venezia náði í sterkt stig gegn toppbaráttuliði Atalanta
Mynd: EPA
Atalanta 0 - 0 Venezia

Atalanta hefði getað jafnað Inter að stigum með sigri gegn Venezia sem er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn þegar Venezia náði í gríðarlega mikilvægt stig í fallbaráttunni í dag.

Davide Zappacosta var nálægt því að koma Atalanta yfir en skot hans fór í fjærstöngina eftir laglegan undirbúning hjá Ademola Lookman. Juan Cuadrado skaut einnig í stöngina stuttu síðar.

Atalanta hefur ekki tekist að næla í sigur á heimavelli á árinu 2025 og þá hefur Venezia ekki unnið leik á árinu. Mikael Egill spilaði allan leikinn en Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á bekknum.

Venezia er fimm stigum frá öruggu sæti en Atalanta er í 3. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Inter og stigi á eftir Napoli en Inter heimsækir Napoli í kvöld.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 59 24 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 42 21 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
5 Lazio 26 14 5 7 47 34 +13 47
6 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
7 Bologna 26 11 11 4 40 32 +8 44
8 Milan 26 11 8 7 38 28 +10 41
9 Roma 26 11 7 8 40 29 +11 40
10 Udinese 26 10 6 10 33 37 -4 36
11 Torino 26 7 10 9 29 32 -3 31
12 Genoa 26 7 9 10 24 34 -10 30
13 Como 26 7 7 12 32 41 -9 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 26 6 7 13 26 40 -14 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 26 5 8 13 32 45 -13 23
18 Empoli 26 4 9 13 22 43 -21 21
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 26 2 8 16 21 43 -22 14
Athugasemdir
banner
banner
banner