Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yngri bróðir Kyle McLagan í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Grótta
Grótta er að undirbúa sig fyrir komandi átök í 2. deild. Í dag tilkynnti félagið að Caden McLagan væri genginn í raðir félagsins.

McLagan er Bandaríkjamaður sem verður 23 ára í apríl. Hann er yngri bróðir Kyle sem spilar með Fram í Bestu deildinni.

Úr tilkynningu Gróttu:
Hann er fæddur og uppalinn í Kansas City í Missouri fylki í Bandaríkjunum og lék með Sunflower State FC í yngri flokkunum. Hann stundaði nám í Columbia College og lék fótbolta með liði skólans.

„Það er mikið gleðiefni að hafa náð samningum við Caden. Hann hefur komið sterkur inn í hópinn og er jákvæður og drífandi karakter. Við hlökkum til að vinna með honum og vonandi verður þetta fyrsti kaflinn af farsælum ferli í evrópskum fótbolta,” sagði Magnús Örn Helgason yfirmaður fótboltamála um tíðindin.

Caden er sjálfur spenntur fyrir komandi leiktíð:
„Ég er mjög spenntur að vera orðinn leikmaður Gróttu. Ég hlakka til að spila í bláu treyjunni og hjálpa liðinu að komast upp um deild."

Athugasemdir
banner