Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 11:20
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn að berjast fyrir framtíð sinni hjá Man Utd - „Verður erfitt en þeir munu skilja það“
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, gerir ráð fyrir því að láta nokkra leikmenn fara frá félaginu eftir þetta tímabil.

Portúgalinn tók við keflinu af Erik ten Hag í nóvember og er kominn með einhverja hugmynd um það hvaða leikmönnum hann vill halda og losa sig við í sumar.

Það voru ekki margar tilfæringar í janúarglugganum en talið er að það verði miklar hreyfingar á hópnum í lok tímabils.

Amorim segir að leikmenn séu meðvitaðir um þann möguleika að þeir gætu þurft að yfirgefa United í sumar.

„Það eru margir leikir sem við eigum eftir að spila, en það er alveg ljóst að einhverjir yfirgefa félagið í sumar. Það er ekki erfið staða því allr skilja að stundum verður þú áfram og stundum þarftu að fara í þessum bransa. Fólk getur tekið því þegar þú ert hreinskilinn. Það verður erfitt en þeir munu skilja það.“

„Ég er mjög hreinskilinn við mína leikmenn og þeir vita það að stundum verða þeir að fara í lok tímabils,“
sagði Amorim.

Man Utd tekur á móti Fulham í enska bikarnum í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30.
Enski boltinn - Þetta er búið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner