Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 10:52
Elvar Geir Magnússon
Höjlund fékk falleinkunn
Það gengur ekkert hjá Rasmus Höjlund.
Það gengur ekkert hjá Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Manchester United féll úr leik í FA-bikarnum í gær. Victor Lindelöf og Joshua Zirkzee brugðust af vítapunktinum í vítakeppni en staðan var 1-1 eftir 120 mínútna leik.

Daily Mail valdi Matthjis de Ligt, varnarmann Manchester United, sem mann leiksins en einn liðsfélagi hans fékk aðeins 4 í einkunn.

Það er danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund sem er búinn að ganga í gegnum átján leikja eyðimerkurgöngu í markaskorun. Það segir sitt að hann var tekinn af velli þegar United þurfti nauðsynlega á marki að halda og hinn 17 ára gamli Chido Obi settur inn af bekknum.

Einkunnir Manchester United:
Andre Onana - 7,5
Matthjis de Ligt - 8
Harry Maguire - 6
Leny Yoro - 6,5
Noussair Mazraoui - 5
Manuel Ugarte - 5
Bruno Fernandes - 7,5
Diogo Dalot - 6,5
Joshua Zirkzee - 5,5
Christian Eriksen - 6
Rasmus Höjlund - 4

Einkunnir Fulham:
Bernd Leno - 8
Timothy Castagne - 6
Joachim Andersen - 6,5
Calvin Bassey - 7
Antonee Robinson - 6
Sasa Lukic - 6
Sander Berge - 5,5
Adama Traore - 5
Andreas Pereira - 6
Alex Iwobi - 5
Rodrigo Muniz - 6,5
Athugasemdir
banner
banner