Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 20:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Svekkjandi tap hjá Dagnýju - Dýrasti leikmaður heims meiddist í fyrsta leik
Mynd: West Ham
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham þegar liðið heimsótti Arsenal í Lundúnaslag í efstu deild á Englandi í kvöld.

West Ham var 3-1 yfir þegar lítið var búið af seinni hálfleik en Arsenal rankaði við sér og skoraði þrjú mörk á sex mínútna kafla og vann leikinn 4-3.

Hlín Eiríksdóttir spilaði fyrri hálfleikinn þegar Leicester tapaði 2-0 gegn Man Utd. María Þórisdóttir lék allan leikinn þegar Brighton gerði 2-2 jafntefli gegn Chelsea.

Naomi Girma, leikmaður Chelsea, er dýrasti leikmaður sögunnar í kvennaboltanum en hún gekk til liðs við Chelsea frá San Diego Wave í janúar fyrir 900 þúsund pund.

Hún var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í dag en þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir klukkutíma leik. Sonia Bompastor, þjálfari Chelsea, sagði að meiðslin væru líklega ekki alvarleg.
Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 15 13 2 0 42 9 +33 41
2 Manchester Utd W 15 11 3 1 29 6 +23 36
3 Arsenal W 15 10 3 2 38 12 +26 33
4 Manchester City W 15 10 1 4 36 19 +17 31
5 Brighton W 15 5 4 6 22 27 -5 19
6 Liverpool W 15 5 3 7 14 24 -10 18
7 Tottenham W 15 5 2 8 20 33 -13 17
8 Everton W 15 4 4 7 14 22 -8 16
9 West Ham W 15 4 2 9 20 30 -10 14
10 Leicester City W 15 3 3 9 9 21 -12 12
11 Aston Villa W 15 2 4 9 15 29 -14 10
12 Crystal Palace W 15 1 3 11 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner