Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 16:49
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Nýliðarnir spyrntu sér af botninum
Mynd: X
Union Berlin 0 - 1 Holstein Kiel
0-1 Armin Gigovic ('43 )

Nýliðar Holsten Kiel unnu óvæntan 1-0 sigur á Union Berlín í þýsku deildinni í dag.

Holsten var á botninum fyrir leikinn á meðan Union var í 14. sæti en Holsten hafði ekki unnið leik síðan um miðjan janúar.

Gestirnir voru ívið betri í fyrri hálfleiknum og verðskulduðu að komast í forystu er Armin Gigovic skoraði eftir sendingu Shuto Machino á 43. mínútu.

Þeir héldu áfram í stuði í byrjun síðari. Phil Harres kom boltanum í netið snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Machino gat gert endanlega út um leikinn þegar tuttugu mínútur voru eftir en frábært skot hans hafnaði í stöng.

Union reyndi að bíta frá sér á lokamínútunum og átti nokkur skallafæri en þau skiluðu sér ekki í netið og var það Holsten sem fagnaði mikilvægum sigri.

Holsten er komið upp úr botnsæti deildarinnar og í næst neðsta sætið með 16 stig en Union áfram í 14. sæti með 23 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 24 19 4 1 72 20 +52 61
2 Leverkusen 24 15 8 1 55 28 +27 53
3 Eintracht Frankfurt 24 12 6 6 50 37 +13 42
4 Mainz 24 12 5 7 39 25 +14 41
5 Freiburg 24 12 4 8 34 36 -2 40
6 RB Leipzig 24 10 8 6 39 33 +6 38
7 Wolfsburg 24 10 7 7 48 38 +10 37
8 Gladbach 24 11 4 9 38 35 +3 37
9 Stuttgart 24 10 6 8 42 37 +5 36
10 Dortmund 24 10 5 9 45 38 +7 35
11 Augsburg 24 8 8 8 27 35 -8 32
12 Werder 24 8 6 10 36 49 -13 30
13 Hoffenheim 24 6 7 11 31 46 -15 25
14 Union Berlin 24 6 5 13 20 37 -17 23
15 St. Pauli 24 6 3 15 18 29 -11 21
16 Bochum 24 4 5 15 23 47 -24 17
17 Holstein Kiel 24 4 4 16 35 59 -24 16
18 Heidenheim 24 4 3 17 27 50 -23 15
Athugasemdir
banner
banner
banner