Enski miðjumaðurinn Dele Alli gæti spilað sinn fyrsta leik með ítalska liðinu Como er það heimsækir Roma í Seríu A í dag.
Alls eru 735 dagar liðnir frá því Alli spilaði síðast leik en það gerði hann með Besiktas á láni frá Everton í mars árið 2023.
Englendingurinn hefur gengið í gegnum erfið meiðsla og aðgerð ofan á aðgerð.
Hann fékk að nýta æfingaaðstöðuna hjá Everton áður en hann yfirgaf félagið undir lok síðasta árs. Cesc Fabregas sannfærði kappann um að koma til Como og hefur hann unnið að því síðustu mánuði að koma sér aftur á völlinn.
Alli er skráður í hópinn hjá Como sem mætir Roma í dag og er því góður möguleiki á að hann gæti spilað sínar fyrstu mínútur í tæp tvö ár.
Miðjumaðurinn sagði í viðtali við Gary Neville á The Overlap á síðasta ári að hann væri enn með getuna til þess að spila á hæsta stigi og draumurinn væri að spila með enska landsliðinu á HM 2026.
Our team for today ???? pic.twitter.com/qSBI1R7lqr
— Como1907 (@Como_1907) March 2, 2025
Athugasemdir