Bayern München í Þýskalandi er farið að undirbúa þann dag sem Manuel Neuer ákveður að leggja hanskana á hilluna og er félagið talið hafa fundið arftaka hans.
Neuer er 38 ára gamall og á aðeins nokkur ár eftir í fótboltanum en líklega mun hann ekki taka meira en tvö ár í viðbót með Bayern-liðinu.
Á dögunum framlengdi Neuer samning sinn við Bayern út næsta tímabil.
Enska blaðið Mirror segir að Bayern sé farið að undirbúa líf eftir Neuer og vill það þá fá Bart Verbruggen, markvörð Brighton, til að taka við keflinu.
Brighton sættir sig ekki við tilboð sem nemur minna en 50 milljónum punda í manninn sem hefur verið einn af þeirra öflugust leikmönnum á tímabilinu.
Verbruggen er aðeins 22 ára gamall og er aðalmarkvörður hollenska landsliðsins.
Athugasemdir