Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 17:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp í Íslendingaslag
Mynd: Sparta Rotterdam
Kristian Nökkvi Hlynsson átti frábæran leik þegar Sparta Rotterdam lagði Willem II í hollensku deildinni í dag. Kristian var í byrjunarliði Sparta og Rúnar Þór Sigurgeirsson var í byrjunarliði Willem II

Kristian lagði upp annað mark Sparta þegar hann skallaði boltann til Mitchell van Bergen sem tók sprettinn inn á teiginn frá hægri kantinum og skoraði af stuttu færi.

Kristian innsiglaði síðan 4-0 sigur Sparta þegar hann skoraði með laglegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn.

Nökkvi Þeyr Þórisson er á láni hjá Sparta frá St. Louis City í MLS deildinni. Hann kom inn á þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Þetta var fimmti leikurinn hans í hollensku deildinni, honum hefur ekki tekist að skora til þessa.

Sparta er í 16. sæti sem er umspilssæti um að halda sæti sínu í deildinni en Willem II er aðeins stigi á undan.


Athugasemdir
banner
banner
banner