Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 14:08
Elvar Geir Magnússon
„Finn til með dómurunum að þurfa að vinna með þessa reglu“
Markvörðurinn má bara vera átta sekúndur með boltann.
Markvörðurinn má bara vera átta sekúndur með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný regla varðandi refsingar fyrir leiktafir markvarða verður tekin í gildi í næsta tímabili. Gerðar hafa verið tilraunir með hana í nokkrum neðri deildum og hún verður notuð á HM félagsliða í sumar.

Nýja reglan er sú að ef markmaður heldur boltanum í meira en átta sekúndur fær andstæðingurinn hornspyrnu.

„Ég finn til með dómurunum að þurfa að vinna með þessa reglu," segir Conor McNamara, íþróttafréttamaður BBC.

„Sex sekúndna reglan hefur erfið í framkvæmd, af góðri ástæðu. En í þessum heimi sem við búum í þá mun þetta væntanlega þurfa að vera gríðarlega nákvæmt og horft á þetta eins og 'tánöglin er fyrir innan' í rangstöðum."

„Við getum ímyndað okkur atvik þar sem markvörður í liði A fær refsingu fyrir að tefja og lið A fær mark á sig eftir hornspyrnuna. Um sömu helgi sést á sjónvarpsupptöku að markvörður í liði B haldi boltanum sekúndum lengur en markvörður í liði A gerði."

„Stuðningsmenn liðs A grafa svo upp að markvörður í liði C hafi haldið boltanum í 8,1 sekúndu helgina á undan. Samsæriskenningasmiðir munu elska þetta og það mun aukin reiði beinast að dómurum."
Athugasemdir
banner
banner