Ný regla varðandi refsingar fyrir leiktafir markvarða verður tekin í gildi í næsta tímabili. Gerðar hafa verið tilraunir með hana í nokkrum neðri deildum og hún verður notuð á HM félagsliða í sumar.
Nýja reglan er sú að ef markmaður heldur boltanum í meira en átta sekúndur fær andstæðingurinn hornspyrnu.
Nýja reglan er sú að ef markmaður heldur boltanum í meira en átta sekúndur fær andstæðingurinn hornspyrnu.
„Ég finn til með dómurunum að þurfa að vinna með þessa reglu," segir Conor McNamara, íþróttafréttamaður BBC.
„Sex sekúndna reglan hefur erfið í framkvæmd, af góðri ástæðu. En í þessum heimi sem við búum í þá mun þetta væntanlega þurfa að vera gríðarlega nákvæmt og horft á þetta eins og 'tánöglin er fyrir innan' í rangstöðum."
„Við getum ímyndað okkur atvik þar sem markvörður í liði A fær refsingu fyrir að tefja og lið A fær mark á sig eftir hornspyrnuna. Um sömu helgi sést á sjónvarpsupptöku að markvörður í liði B haldi boltanum sekúndum lengur en markvörður í liði A gerði."
„Stuðningsmenn liðs A grafa svo upp að markvörður í liði C hafi haldið boltanum í 8,1 sekúndu helgina á undan. Samsæriskenningasmiðir munu elska þetta og það mun aukin reiði beinast að dómurum."
Athugasemdir