Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Mikið tækifæri að fá að fara út á land og geta fókusað einungis á fótbolta"
Skoraði tvö mörk í 12 leikjum með Víkingi síðasta sumar.
Skoraði tvö mörk í 12 leikjum með Víkingi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingu í Helsinki.
Á æfingu í Helsinki.
Mynd: Víkingur
Spilaði sex leiki með U19 landsliðinu á síðasta ári, hans fyrstu landsleikir.
Spilaði sex leiki með U19 landsliðinu á síðasta ári, hans fyrstu landsleikir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudag var greint frá því að Daði Berg Jónsson væri genginn í raðir Vestra á láni frá Víkingi út komandi tímabil.

Daði er fæddur árið 2006 og verður 19 ára í sumar. Hann kom við sögu í einum leik tímabilið 2023 í tólf leikjum á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Tveir af leikjunum voru Evrópuleikir.

Hann ræddi við Fótbolta.net um ákvörðunina að velja Vestra.

„Mér líst mjög vel á að spila með Vestra á komandi leiktíð," segir Daði Berg. Sér hann fram á stærra hlutverk hjá Vestra en hann hefði fengið hjá Víkingi?

„Já, ég vona að ég fái að byrja leiki með Vestra, sá ekki fram á marga byrjunarliðsleiki í Víkinni eins og staðan er núna."

Fékk ekki að fara síðasta sumar
Daði Berg æfði með Vestra síðasta sumar en ekkert varð af því að hann færi þá á láni. En hvernig var aðdragandinn að skiptunum núna?

„Það er rétt, ég fór og tók nokkrar æfingar síðasta sumar og leist vel á aðstæður, en siðan breyttist staðan í Víkinni og Kári vildi ekki hleypa mér í burtu."

„Vestramenn heyrðu aftur í Víkingi eftir Evrópuævintýrið og vildu fá mig. Eftir mökkur samtöl við Samma og Davíð Smára var ég svo seldur á þetta."


Tækifæri til að þróa sinn leik
Daði hafði úr fleiri valmöguleikum að velja, af hverju varð Vestri niðurstaðan?

„Af því sem var í boði þá leist mér best á Vestra. Ég tel að í Vestra muni ég fá tækifæri til að bæta mig og þróa minn leik ásamt því að sjálfsögðu að hjálpa til við að halda áfram að byggja upp Vestra. Það er mikið tækifæri að fá að fara út á land og geta fókusað einungis á fótbolta."

Í tilkynningu Vestra var Daði titlaður sem Súðvíkingur. Hann var beðinn um að segja frá þeirri tengingu.

„Mamma er ættuð þaðan og þegar ég var yngri fórum við fjölskyldan stundum vestur."

Hvernig horfirðu til baka á tímabilið 2024?

„Persónulega var ég nokkuð sáttur við tímabilið en hefði eðlilega viljað spila meira. Það var súrt að tapa báðum úrslitaleikjunum en ég er ánægður með árangurinn í Evrópu."

Væri ekki verra að pota inn nokkrum mörkum
Hver er þín besta staða á vellinum?

„Ég get spilað alls staðar á miðjunni hvort það sé sem sexa, átta eða tía."

Hvað langar þig að afreka með Vestra?

„Mig langar að hjálpa liðinu að gera betur en í fyrra og gera Vestra að stabílum klúbb í efstu deild. Einnig væri ekkert verra að pota inn nokkrum mörkum og stoðsendingum," segir Daði Berg.
Útvarpsþátturinn - Áhugaverðar breytingar í ótímabæru spánni
Athugasemdir
banner
banner
banner