Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 17:47
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Tvær tvennur og Leipzig tapaði
Patrick Wimmer skoraði bæði mörk Wolfsburg
Patrick Wimmer skoraði bæði mörk Wolfsburg
Mynd: EPA
Xavi Simons skoraði snemma leiks fyrir Leipzig en það dugði ekki til
Xavi Simons skoraði snemma leiks fyrir Leipzig en það dugði ekki til
Mynd: EPA
Mainz er komið upp í 4. sæti þýsku deildarinnar eftir að liðið lagði Leipzig á útivelli, 2-1, í dag.

Hollenski sóknartengiliðurinn Xavi Simons kom Leipzig í góða stöðu eftir rúma mínútu eftir að skot Amadou Haidara var blokkerað. Simons var fyrstur að átta sig og skoraði örugglega.

Mainz snéri taflinu við í þeim síðari. Nadiem Amiri jafnaði eftir að Paul Nebel keyrði sig út að endalínu og kom boltanum fyrir og sex mínútum síðar skoraði Jonathan Michael Burkardt sigurmarkið með góðu skoti í fjærhornið.

Sigurinn kom Mainz upp í 4. sæti deildarinnar með 41 stig en Leipzig er í 6. sæti með 38 stig.

Tvær tvennur litu þá dagsins ljós. Patrick Wimmer skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Wolfsburg á Werder Bremen og þá gerði Robin Hack tvö fyrir Borussia Mönchengladbach sem vann öruggan 3-0 sigur á Heidenheim.

Framherjarnir Serhou Guirassy og Karim Adeyemi sáu þá til þess að Borussia Dortmund tæki öll stigin er liðið heimsótti St. Pauli en lokatölur þar urðu 2-0.

RB Leipzig 1 - 2 Mainz
1-0 Xavi Simons ('2 )
1-1 Nadiem Amiri ('52 )
1-2 Jonathan Michael Burkardt ('58 )

Heidenheim 0 - 3 Borussia M.
0-1 Robin Hack ('8 )
0-2 Nathan Ngoumou ('18 )
0-3 Robin Hack ('59 )

Werder 1 - 2 Wolfsburg
0-1 Patrick Wimmer ('6 )
0-2 Patrick Wimmer ('48 )
1-2 Mitchell Weiser ('90 )

Bochum 0 - 1 Hoffenheim
0-1 Tom Bischof ('72 )

St. Pauli 0 - 2 Borussia D.
0-1 Serhou Guirassy ('50 )
0-2 Karim Adeyemi ('58 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 24 19 4 1 72 20 +52 61
2 Leverkusen 24 15 8 1 55 28 +27 53
3 Eintracht Frankfurt 24 12 6 6 50 37 +13 42
4 Mainz 24 12 5 7 39 25 +14 41
5 Freiburg 24 12 4 8 34 36 -2 40
6 RB Leipzig 24 10 8 6 39 33 +6 38
7 Wolfsburg 24 10 7 7 48 38 +10 37
8 Gladbach 24 11 4 9 38 35 +3 37
9 Stuttgart 24 10 6 8 42 37 +5 36
10 Dortmund 24 10 5 9 45 38 +7 35
11 Augsburg 24 8 8 8 27 35 -8 32
12 Werder 24 8 6 10 36 49 -13 30
13 Hoffenheim 24 6 7 11 31 46 -15 25
14 Union Berlin 24 6 5 13 20 37 -17 23
15 St. Pauli 24 6 3 15 18 29 -11 21
16 Bochum 24 4 5 15 23 47 -24 17
17 Holstein Kiel 24 4 4 16 35 59 -24 16
18 Heidenheim 24 4 3 17 27 50 -23 15
Athugasemdir
banner