Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Telur að Grealish geti ekki snúið aftur til Villa - „Skammarlegt“
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Twitter
Enski sparkspekingurinn Michael Owen telur að Jack Grealish eigi ekki afturkvæmt í lið Aston Villa en þetta sagði hann í viðtali við Boyle Sports.

Grealish er uppalinn í Aston Villa og var þeirra besti maður áður en hann var seldur til Manchester City fyrir 100 milljónir punda árið 2021.

Hann er ekki lengur fastamaður í City-liðinu og hefur verið orðrómur um að hann gæti fært sig um set í sumar, en Owen telur ólíklegt að hann snúi aftur á heimaslóðir.

Stuðningsmenn Villa bauluðu á Grealish þegar hann mætti aftur á Villa Park í desember og finnst Owen algerlega galið að hann hafi fengið þessar móttökur.

Owen þekkir þetta vel frá því hann var leikmaður en hann ólst upp hjá Liverpool og samdi síðar á ferlinum við Manchester United, eitthvað sem stuðningsmenn Liverpool tóku ekki vel í. Hann lætur varla sjá sig á Anfield lengur og þá aðallega út af móttökunum sem hann hefur fengið.

„Jack Grealish hefði getað tekið fjögur eða fimm ár hjá Manchester City og síðan farið aftur til Aston Villa, sem hefði verið ótrúleg saga og frábært fyrir ferilinn. Ég er samt ekki viss um að hann vilji gera það núna og það finnst mér sorglegt.“

„Það hefur alltaf verið hluti af leiknum að baula á leikmenn, en ég var samt aldrei hrifinn af þeim hluta. 99,9 prósent af fólki er gott, heiðarlegt og sannt sjálfu sér sem er að reyna sitt allra besta.“

„Enginn á skilið að fara í vinnuna og láta baula á sig og fara síðan heim til sín með alls konar tilfinningar. Þetta er ekki hluti af leiknum og sérstaklega þegar þetta kemur frá þínu eigin fólki. Maður veit ekki hvernig maður kemst í gegnum það því þetta er eins og fjölskyldan þín eða ástvinir séu að gera þetta. Stuðningsmennirnir, sem búa í borginni, eru hluti af fjölskyldunni og Grealish var í akademíunni síðan hann var kornungur og gert meira fyrir félagið en aðrir. Þetta er algerlega skammarlegt“
sagði Owen við Boyle Sports.
Athugasemdir
banner
banner
banner