Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 23:58
Brynjar Ingi Erluson
PSG fór illa með Lille - Hákon spilaði seinni hálfleikinn
Mynd: EPA
Franska stórliðið Paris Saint-Germain vann sannfærandi 4-1 sigur á Lille í frönsku deildinni í kvöld en byrjunarlið Lille vakti mikla athygli.

Jonathan David og Hákon Arnar Haraldsson voru báðir á bekknum hjá Lille. Þeir tveir leikmenn sem hafa verið hvað öflugastir í liðinu undanfarið.

Það var bara í síðasta leik sem Hákon skoraði tvö mörk gegn Mónakó og þá var David með 12 mörk í deildinni fyrir leikinn.

PSG hamraði Lille í fyrri hálfleiknum með fjórum mörkum. Bradley Barcola, Marquinhos, Ousmane Dembele og Desire Doue skoruðu mörkin.

Hákon og David komu inn í síðari hálfleik og skoraði David einmitt eina mark Lille þegar tíu mínútur voru eftir.

Þjálfarinn hefur greinilega verið farinn að hugsa um leikinn gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en sá leikur er á þriðjudag í Dortmund.

PSG er áfram á toppnum í frönsku deildinni með 61 stig og komið langleiðina með að vinna enn einn titilinn en Lille í 5. sæti með 41 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner