Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 23:27
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne mun gera nýjan samning við Man City - Tekur á sig launalækkun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City á Englandi, verður áfram hjá félaginu á næsta tímabili en þetta segir enska blaðið Mirror.

De Bruyne, sem er 34 ára gamall, er að renna út á samningi og hefur verið talað um að þetta verði hans allra síðasta tímabil með Man City, en hann hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum síðustu mánuði.

Einnig hefur hann verið í aukahlutverki hjá liðinu á þessu tímabili og aðeins spilað rúmar 1500 mínútur í 28 leikjum.

Mirror heldur því nú fram að þetta verði ekki síðasta tímabil belgíska landsliðsmannsins og að hann sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan samning.

Ekki kemur fram hversu langur samningurinn verður en De Bruyne setur stefnuna á að fara með belgíska landsliðinu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Hann mun taka á sig launalækkun til að vera áfram en hann þénar nú um 375 þúsund pund á viku. Mirror segir hann fá 150 þúsund pund á viku í nýja samningnum.

Man City mun tilkynna áframhaldandi samstarf sitt með De Bruyne á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner