Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Gordon meinti ekkert illt með þessu
Mynd: EPA
Anthony Gordon er á leið í þriggja leikja bann þar sem hann fékk rautt spjald í tapi liðsins gegn Brighton í 16-liða úrslitum enska bikarsins í dag.

Gordon fékk rautt spjald fyrir að slá til Jan Paul van Hecke, varnarmanns Brighton. Þetta þýðir að hann muni missa af úrslitaleiknum gegn Liverpool í enska deildabikarnum 16. mars.

„Þetta virtist strangur dómur en við munum þurfa að fara betur yfir þetta, við höfum ekki séð endursýninguna. Miðað við fyrstu viðbrögð virtist þetta strangur dómur," sagði Eddie Howe, stjóri Newcastle.

Hann var spurður að því hvort félagið ætli að áfrýja dómnum.

„Mögulega. Anthony meinti ekkert illt með þessu. Ég hitti hann aðeins áður en ég kom hingað og hann var mjög vonsvikinn," sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner
banner