Kolbeinn Þórðarson og hans menn í Gautaborg eru komnir áfram í 8-liða úrslit sænska bikarsins.
Gautaborg vann gríðarlega mikilvægan úrslitaleik gegn Djurgården í dag, 4-3, og vann riðilinn með fullt hús stiga.
Kolbeinn kom inn af bekknum þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum.
Íslendingalið Halmstad er á meðan úr leik eftir 3-0 tap gegn Mjällby.
Gísli Eyjólfsson spilaði síðasta hálftímann með Halmstad en Birnir Snær Ingason var ekki með.
Elfsborg, Gautaborg, Häcken, Mjällby og Trelleborg eru öll komin áfram í 8-liða úrslit en það ræðst síðar í dag og á morgun hvaða þrjú lið bætast við í hópinn.
Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði SonderjyskE sem tapaði fyrir Silkeborg, 3-1, í dönsku úrvalsdeildinni. Daníel Leó Grétarsson er enn frá vegna meiðsla en SonderjyskE er í 10. sæti með 16 stig eftir 20 leiki.
Athugasemdir