Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Færði liðsfélaga sínum boltann eftir mikla dramatík í síðustu viku
Mynd: EPA
Udinese 1 - 0 Parma
1-0 Florian Thauvin ('38 , víti)

Udinese lagði Parma að velli, 1-0, í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Mikil dramatík var í síðasta leik Udinese er Lorenzo Lucca reif boltann af Florian Thauvin, vítaskyttu liðsins.

Lucca neitaði þá að gefa boltann og á endanum tók hann sjálfur vítið og skoraði, en liðsfélagarnir fögnuðu ekki með honum og ákvað þjálfarinn að kippa honum af velli í kjölfarið.

Í kvöld var hann og Thauvin í liðinu en það dró til tíðinda á 38. mínútu er Udinese fékk vítaspyrnu.

Í þetta sinn tók Lucca boltann og færði Thauvin sem skoraði af öryggi úr spyrnunni. Lucca greinilega lært af mistökunum.

Markið kom Udinese í 10. sæti með 39 stig en Parma í 17. sæti með 23 stig.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 27 17 7 3 60 25 +35 58
2 Napoli 27 17 6 4 43 22 +21 57
3 Atalanta 27 16 7 4 59 26 +33 55
4 Lazio 27 15 5 7 49 35 +14 50
5 Juventus 26 12 13 1 43 21 +22 49
6 Bologna 27 12 11 4 42 33 +9 47
7 Fiorentina 27 13 6 8 42 28 +14 45
8 Roma 27 12 7 8 42 30 +12 43
9 Milan 27 11 8 8 39 30 +9 41
10 Udinese 27 11 6 10 34 37 -3 39
11 Torino 27 8 10 9 31 32 -1 34
12 Genoa 27 7 10 10 25 35 -10 31
13 Como 27 7 7 13 33 43 -10 28
14 Verona 26 8 2 16 27 54 -27 26
15 Cagliari 27 6 7 14 27 42 -15 25
16 Lecce 27 6 7 14 18 43 -25 25
17 Parma 27 5 8 14 32 46 -14 23
18 Empoli 27 4 10 13 23 44 -21 22
19 Venezia 27 3 9 15 22 41 -19 18
20 Monza 27 2 8 17 21 45 -24 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner