Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Bað stuðningsmenn Real Madrid afsökunar
Isco fagnar markinu gegn Real Madrid
Isco fagnar markinu gegn Real Madrid
Mynd: EPA
Isco, leikmaður Real Betis á Spáni, hefur beðið alla stuðningsmenn Real Madrid afsökunar á að hafa fagnað gegn liðinu í leik liðanna í La Liga í gær.

Spænski miðjumaðurinn skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu en hann lagði einnig upp fyrra markið í þessum óvænta 2-1 sigri.

Isco, sem var á mála hjá Real Madrid í níu ár, fagnaði markinu af innlifun, en sá greinilega eftir því um leið og bað stuðningsmenn Madrídinga afsökunar.

„Ég bað alla stuðningsmenn Real Madrid afsökunar á að hafa fagnað eftir markið. Ég er ótrúlega þakklátur Real Madrid og mun félagið alltaf eiga stað í hjarta mínu,“ sagði Isco.

Isco vann nítján titla á tíma sínum hjá Real Madrid og einn af nokkrum til að vinna Meistaradeildina fimm sinnum.

Síðan hann yfirgaf Madrídingar hefur hann spilað frábærlega en á þessu tímabili er hann með sex mörk í fimmtán leikjum ásamt því að hafa gefið þrjár stoðsendingar.


Athugasemdir
banner
banner
banner