Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Enska sambandið rannsakar hegðun stuðningsmanna Millwall
Stuðningsmenn Millwall sungu: <i>„Leyfið honum að deyja“ </i> í garð Mateta í leiknum en það brýtur ekki reglur sambandsins
Stuðningsmenn Millwall sungu: „Leyfið honum að deyja“ í garð Mateta í leiknum en það brýtur ekki reglur sambandsins
Mynd: EPA
Enska fótboltasambandið (FA) rannsakar nú hegðun stuðningsmanna enska fótboltafélagsins Millwall eftir leik liðsins gegn Crystal Palace í bikarnum í gær.

Stuðningsmenn Millwall eru vel þekktir í fótboltaheiminum en um er að ræða einhverjar hörðustu bullur landsins og fjölmargar bíómyndir verið gerðar um hegðun og líferni þeirra.

Í leik liðsins gegn Crystal Palace í gær áttu sér stað nokkur atvik sem hafa verið rætt í enskum miðlum, meðal annars þegar Jean-Philippe Mateta, framherji Palace, varð fyrir hrottalegum meiðslum er markvörður Millwall sparkaði í andlit hans.

„Leyfið honum að deyja,“ sungu stuðningsmenn Millwall á meðan hugað var að Mateta, en það atvik er þó ekki til rannsóknar hjá enska sambandinu eins undarlegt og það kann að hljóma.

Atvikið sem fangaði athygli sambandsins voru hómófóbískir söngvar í garð Ben Chilwell.

Samkvæmt Sky er sambandið meðvitað um söngvana um Mateta og fordæmir það slíka söngva, en að það brjóti þó ekki reglur sambandsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner