Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Mateta útskrifaður af spítala - Sauma þurfti 25 spor eftir tæklinguna
Mynd: EPA
Franski sóknarma'urinn Jean-Philippe Mateta hefur verið útskrifaður af spítala um sólarhring eftir að hann varð fyrir hrottlegri tæklingu í leik Crystal Palace gegn Millwall í enska bikarnum.

Liam Roberts, markvörður Millwall, tæklaði Mateta í andlitið er hann var að nálgast teiginn og lá framherjinn óvígur á vellinum.

Mateta var fluttur með hraði á spítala í Lundúnum þar sem hugað var að meiðslum hans. Í yfirlýsingu Crystal Palace í dag kemur fram að hann hafi hlotið alvarleg meiðsli á eyra og þurfti að sauma 25 spor í hann.

Hann hefur nú verið útskrifaður af spítala en samkvæmt Palace er líðan hans sé góð.

Michael Oliver, dómari leiksins, gaf Roberts ekki rauða spjaldið fyrir tæklinguna en VAR steig inn í og á endanum var Roberts rekinn af velli.

Steve Parish, stjórnarformaður Palace, sagði í hálfleik að það þyrfti að ræða þessa tæklingu enda væri hún stórhættuleg.

„Það eru miklar tilfinningar í fótbolta en við þurfum að ræða þessa tæklingu. Ég hef aldrei séð annað eins og þetta er kærulausasta tækling sem ég hef séð á fótboltavellinum.“

„Markvörður Millwall þarf alvarlega að líta í spegil því hann er að koma kollega sínum í stórhættu með svona tæklingu. Ég skil ekki hvernig dómarinn þarf að skoða skjáinn í þessu atviki. Það veit enginn hvaða skaða þú getur valdið þegar þú sparkar í hausinn á leikmanni af fullum krafti,“
sagði Parish.
Athugasemdir
banner
banner