Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Joao Felix harðlega gagnrýndur - „Jafn fallegur og hann er ónothæfur"
Mynd: EPA
Joao Felix, leikmaður Milan, hefur verið harðlega gagnrýndur í ítölskum fjölmiðlum eftir tap liðsins gegn Bologna í vikunni.

Felix er á láni frá Chelsea en hann skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan. Hann var hins vegar harðlega gagnrýndur eftir frammistöðu sína gegn Bologna.

„Sá versti á vellinum. Hann er ósjáanlegur, meira að segja samherjar hans forðast hann," segir í umfjöllun Corriere della Sera en miðillinn gaf honum 4.5 í einkunn fyrir frammistöðu sína.

„Það er allt að fara á versta veg hjá Milan. Joao Felix er eins fallegur og hann er ónothæfur," skrifaði fréttaritarinn Fabio Ravezzani á X.

Felix hefur áður tjáð sig um að vilja vera áfram hjá MIlan eftir að lánssamningi hans lýkur eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner