Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 14:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Leiknir skoraði dramatískt jöfnunarmark
Karan Gurung
Karan Gurung
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leiknir R. 1 - 1 Stjarnan
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('60 )
1-1 Karan Gurung ('90 )

Leiknir og Stjarnan áttust við í riðli fjögur í A-deild Lengjubikarsins í dag.

Leikið var á Domusnovavellinum í Breiðholtinu en gestirnir úr Garðabænum komust yfir í leiknum. Það var markahrókurinn Andri Rúnar Bjarnason sem skoraði markið eftir klukkutíma leik.

Þegar það var komið fram í uppbótatíma tókst Leiknismönnum að jafna metin.

Þar var hinn 16 ára gamli Karan Gurung að verki.

Stjörnunni mistókst að jafna KR að stigum á toppi riðilsins en liðin mætast í lokaumferðinni. Ef KR tapar gegn ÍBV á miðvikudaginn á Stjarnan möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Leiknir er með tvö stig í 5. sæti.

Leiknir R. Bjarki Arnaldarson (m), Bogdan Bogdanovic (87'), Patryk Hryniewicki, Shkelzen Veseli, Davíð Júlían Jónsson, Marko Zivkovic (75'), Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (87'), Þorsteinn Emil Jónsson (51'), Dusan Brkovic, Kári Steinn Hlífarsson (35')
Varamenn Stefan Bilic (87'), Axel Freyr Harðarson (51'), Egill Ingi Benediktsson (87'), Anton Fannar Kjartansson (75'), Alexander Rúnar Róbertsson, Karan Gurung (35'), Mehmet Ari Veselaj (m)

Stjarnan Árni Snær Ólafsson (m), Sindri Þór Ingimarsson, Örvar Eggertsson (64'), Samúel Kári Friðjónsson, Adolf Daði Birgisson (55'), Guðmundur Baldvin Nökkvason, Sigurður Gunnar Jónsson, Baldur Logi Guðlaugsson (64'), Örvar Logi Örvarsson (46'), Bjarki Hauksson (46')
Varamenn Þorri Mar Þórisson (46), Jóhann Árni Gunnarsson (64), Jón Hrafn Barkarson (64), Benedikt V. Warén (55), Dagur Orri Garðarsson, Haukur Örn Brink (75), Andri Rúnar Bjarnason (46)
Lengjubikar karla - A-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KR 3 3 0 0 12 - 2 +10 9
2.    Keflavík 4 3 0 1 8 - 3 +5 9
3.    Stjarnan 4 2 1 1 11 - 7 +4 7
4.    ÍBV 3 1 0 2 5 - 6 -1 3
5.    Leiknir R. 4 0 2 2 9 - 15 -6 2
6.    Selfoss 4 0 1 3 6 - 18 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner