Manchester United er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Fulham eftir vítaspyrnukeppni í kvöld. United fékk svo sannarlega tækifæri til að klára leikinn í venjulegum leiktíma og framlengingu.
„Það er erfiðara fyrir okkur að pressa hátt en okkur tókst það og skoruðum. Við fengum besta færið í leiknum, að lokum getur vítaspyrnukeppni farið á báða vegu og það var ekki okkur í hag í dag," sagði Amorim.
„Ég reyni að róa leikmennina og þeir vita að þetta snýst að einhverju leiti um tæknina en maður verður að vera slakur og rólegur."
Amorim ætlar sér að koma liðinu aftur í fremstu röð.
„Ég veit að við erum að tapa leikjum en markmiðið er að vinna úrvalsdeildina aftur. Ég veit ekki hvað það mun taka langan tíma. Við erum með markmið og við höldum áfram sama hvað," sagði Amorim.
Athugasemdir