Tveir leikir eru spilaðir í 5. umferð enska bikarsins í dag.
Um er að ræða tvo úrvalsdeildarslagi. Brighton heimsækir Newcastle United á St. James' Park klukkan 13:45 og síðan mætast Manchester United og Fulham á Old Trafford.
Tímabilið hefur verið slakt hjá United og er Ruben Amorim að halda í vonina að liðið geti mögulega náð að bjarga því með því að sækja bikar í sárabót.
Leikurinn hefst klukkan 16:30.
Leikir dagsins:
13:45 Newcastle - Brighton
16:30 Man Utd - Fulham
Athugasemdir