Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neituðu að taka í höndina á leikmanni Preston vegna ásakana um rasisma
Hannibal Mejbri er fyrrum leikmaður Man Utd
Hannibal Mejbri er fyrrum leikmaður Man Utd
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Preston og Burnley eigast við í enska bikarnum en Preston er með 2-0 forystu í hálfleik.

Liðin eru bæði í Championship deildinni en það andara köldu á milli liðanna eftir viðureign þeirra í síðasta mánuði.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í deildinni þann 18. febrúar en Milutin Osmajic, framherji Preston, komst í fréttirnar eftir ásakanir um rasisma í garð Hannibal Mejbri, miðjumann Burnley.

Það sást greinilega í útsendingunni í þeim leik að Hannibal var reiður um leið og Osmajic sagði eitthvað við hann og Hannibal sagði dómaranum frá því. Félagið tilkynnti atvikið síðan eftir leikinn.

Það vakti athygli fyrir leikinn í dag að leikmenn Burnley neituðu að taka í höndina á Osmajic. Hannibal er ekki í leikmannahópi Burnley í dag.

Osmajic kom Preston í 2-0 eftir að Robbie Brady hafi komið liðinu yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Preston.
Athugasemdir
banner
banner