Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   lau 01. mars 2025 11:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Powerade
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.

Arsenal vill fá Joshua Kimmich, 30, leikmann Bayern Munchen á frjálsri sölu næsta sumar. (Sky Sports)

Skytturnar hafa lýst yfir áhuga á Kimmich og hafa einnig náð samkomulagi um kaup á Martin Zubimendi, 26, frá Real Sociedad. (Metro)

Liverpool og Barcelona eru meðal félaga sem hafa einnig áhuga á Kimmich. (Sun)

Aston Villa hefur blandað sér í baráttuna um Dusan Vlahovic, 25, en Arsenal hefur einnig áhuga. Það erer mjög líklegt að hann yfirgefi Juventus í sumar. (TeamTalk)

Liverpool ætlar að fá nýjan miðvörð og hægri bakvörð í sumar, sama hver framtíð Virgil van Dijk, 33, verður og búist er við því að Trent Alexander-Arnold yfirgefi félagið og fari til Real Madrid. (Football Insider)

Liverpool gæti verið opið fyrir því að leyfa Luis Diaz, 28, að yfirgefa félagið fyrir 70 milljónir evra en Atletico Madrid hefur áhuga á honum. (Fichajes)

Chelsea ætlar ekki að kaupa markmann í sumar þrátt fyrir að Robert Sanchez, 27, og Filip Jörgensen, 22, hafi verið gagnrýndir að undanförnu. (Times)

Arsenal gæti ákveðið að Benjamin Sesko sé ódýrari kostur samanborið við Alexander Isak sem mun mögulega gera Liverpool kleift að næla í Isak. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner