Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Höjlund átt færri tilraunir en Casemiro og Van Dijk
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili og sýnir tölfræðin að hann hefur átt færri tilraunir en leikmenn á borð við Casemiro og Virgil van Dijk.

Daninn hefur aðeins skorað tvö mörk fyrir United í 22 leikjum á þessu tímabili.

Fáar skottilraunir útskýra það ágætlega af hverju hann hefur skorað fá mörk en hann hefur aðeins átt þrettán tilraunir. Blokkeruð skot eru ekki tekin með inn í dæmið.

Ruben Amorim, stjóri United, hefur talað um hvað liðið hefur verið slakt í að skapa færi, en Bruno Fernandes, fyrirliði liðsins, er með flestar skottilraunir í liðinu eða 44 talsins.

Mohamed Salah, markahæsti maður deildarinnar, leiðir töfluna með 84 tilraunir og þá eru þeir Ollie Watkins, Raul Jimenez og Nicolas Jackson allir með 50 tilraunir.

Leikmenn á borð við Virgil van Dijk, Wilfred Ndidi, Casemiro og Fabian Schär eru allir með fleiri tilraunir en Höjlund á þessu tímabili. Van Dijk og Ndidi eru með 17 tilraunir en þeir Casemiro og Schär báðir með 16.

Þessir leikmenn spila aðallega sem varnarsinnaðir miðjumenn eða í miðverði.

Sjálfstraust Höjlund er í sögulegu lágmarki og sést það einnig á líkamstjáningu hans í leikjum. Hlutirnir eru einfaldlega ekki að ganga upp og spurning hvað United mun gera við hann í sumarglugganum.

Amorim mun sækja framherja í glugganum en sænski leikmaðurinn Viktor Gyökeres hefur verið sterklega orðaður við félagið. Hann hefur raðað inn mörkum með Sporting Lisbon, fyrrum félagi Amorim.


Athugasemdir
banner
banner
banner