Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 16:24
Elvar Geir Magnússon
Hafnarfjörður hefur keypt Skessuna
Skessan í Hafnarfirði.
Skessan í Hafnarfirði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafnarfjarðarbær hefur undirritað samning við FH um kaup á Skessunni, knatthúsi FH-inga. Fram kemur á heimasíðu bæjarins að kaupverðið sé 1,190 milljónir króna.

„Við horfum til framtíðar með FH og fögnum því að nú eiga Hafnfirðingar Skessuna rétt eins og önnur íþróttamannvirki í bænum,“ segir Valdimar Víðisson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Hann segir þetta skref stigið í samvinnu við félagið og með hag iðkenda að leiðarljósi. Þá hafi bærinn tryggt að félagið standi styrkari fótum fjárhagslega

Sérstakur viðauki er gerður við kaupsamning Skessunnar en ný ákvæði ná annars vegar til reglna og eftirlits um fjárreiður og meðferð fjármuna og hins vegar til tilnefninga áheyrnarfulltrúa frá Hafnarfjarðarbæ í aðalstjórn.

Skessan hefur verið mikið í umræðunni en fyrir áramót var opinberað um bréf sem Hafnarfjarðarbær sendi FH og tengist kostnaði við byggingu hússins. Í bréfinu óskaði Hafnarfjarðarbær eftir svörum við 18 spurningaliðum í kjölfarið á skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Deloitte gerði.
Athugasemdir
banner
banner
banner