Manchester félögin fylgjast með Trincao - Liverpool sýnir þremur Ajax mönnum áhuga - Everton vill fá Henrique
   mán 03. mars 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Wharton undir smásjá Real Madrid
Mynd: Crystal Palace
Njósnarar Real Madrid hafa fylgst með Adam Wharton síðan miðjumaðurinn ungi kom til baka úr meiðslum hjá Crystal Palace.

Juni Calafat yfirnjósnari spænska stórliðsins er mikill aðdáandi Wharton samkvæmt Daily Mail og fylgst er vel með þróun þessa 21 árs leikmanns.

Búist er við því að Wharton verði í fyrsta landsliðshóp Englands en hann var frá í nokkuð langan tíma vegna kviðslits.

Manchester City hefur sýnt honum áhuga en eftir meiðslin ákvað félagði frekar að fara í Nico Gonzalez hjá Porto. Þá hafa Manchester United og Liverpool einnig horft til hans en það eru aðrir leikmenn ofar á blaði fyrir næsta sumar hjá þeim.

Palace keypti Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda en hann er nú metinn á um 70 milljónir

Það eru fleiri leikmenn Palace eftirsóttir og félagið gæti fengið tilboð í Eberechi Eze, Marc Guehi og Jean-Philippe Mateta í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner