Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   sun 02. mars 2025 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin hjá Benoný Breka - „Augnablik sem hann mun aldrei gleyma“
Benoný Breki fagnar sigurmarkinu
Benoný Breki fagnar sigurmarkinu
Mynd: Stockport County
Benoný Breki Andrésson er byrjaður að raða inn mörkum á Englandi en hann skoraði bæði mörk Stockport County sem vann Blackpool, 2-1, í ensku C-deildinni í gær.

Í byrjun árs samdi Benoný við Stockport County eftir að hafa klárað síðasta tímabil sem markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar.

Hann setti um leið markamet í efstu deild, met sem margir hafa reynt að fella, en metið setti hann í lokaumferðinni í 7-0 stórsigri KR á HK.

Benoný hefur verið að aðlagast umhverfinu á Englandi en hann fékk loks tækifæri til að láta ljós sitt skína. Hann jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks með góðu skoti og gerði síðan sigurmarkið þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

„Augnablik sem hann mun aldrei gleyma,“ skrifaði Stockport á heimasvæði sínu á X.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner