Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
   lau 01. mars 2025 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Meistararnir skelltu Frankfurt
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 1 - 4 Bayer
0-1 Nathan Tella ('26 )
0-2 Nordi Mukiele ('29 )
0-3 Patrik Schick ('33 )
1-3 Hugo Ekitike ('37 )
1-4 Aleix Garcia ('62 )

Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen skelltu Eintracht Frankfurt, 4-1, í þýsku deildinni í dag.

Enski vængmaðurinn Nathan Tella kom Leverkusen yfir á 26. mínútu með laglegu skoti fyrir utan teig neðst í vinstra hornið og þremur mínútum síðar skoraði franski varnarmaðurinn Nordi Mukiele sem skoti af stuttu færi úr teignum eftir hornspyrnu.

Patrik Schick var næstur í röðinni með föstu skoti úr teignum en Frankfurt kom til baka áður en hálfleikurinn var úti með marki Hugo Ekitike eftir skelfilega sendingu Mukiele til baka.

Aleix Garcia sá þó til þess að gulltryggja sigur Leverkusen með skoti fyrir utan teig neðst í vinstra hornið. Kevin Trapp, markvörður Frankfurt, hefði mögulega átt að gera betur, en það er ekki spurt að því. Garcia fagnaði vel og innilega og Leverkusen í öðru sæti með 53 stig, átta stigum frá Bayern München.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 24 19 4 1 72 20 +52 61
2 Leverkusen 24 15 8 1 55 28 +27 53
3 Eintracht Frankfurt 24 12 6 6 50 37 +13 42
4 Mainz 24 12 5 7 39 25 +14 41
5 Freiburg 24 12 4 8 34 36 -2 40
6 RB Leipzig 24 10 8 6 39 33 +6 38
7 Wolfsburg 24 10 7 7 48 38 +10 37
8 Gladbach 24 11 4 9 38 35 +3 37
9 Stuttgart 24 10 6 8 42 37 +5 36
10 Dortmund 24 10 5 9 45 38 +7 35
11 Augsburg 24 8 8 8 27 35 -8 32
12 Werder 24 8 6 10 36 49 -13 30
13 Hoffenheim 24 6 7 11 31 46 -15 25
14 Union Berlin 24 6 5 13 20 37 -17 23
15 St. Pauli 24 6 3 15 18 29 -11 21
16 Bochum 24 4 5 15 23 47 -24 17
17 Holstein Kiel 24 4 4 16 35 59 -24 16
18 Heidenheim 24 4 3 17 27 50 -23 15
Athugasemdir
banner
banner
banner