Eggert Aron Guðmundsson spilaði 70 mínútur þegar Brann vann 1-0 gegn Tromsö í æfingaleik í kvöld. Lærisveinar Freys Alexandersonar skoruðu eina markið á þrítugustu mínútu, tíu mínútum eftir að Eggert kom inn á sem varamaður.
Liðið á eftir að spila tvo æfingaleiki gegn Sogndal og Valerenga áður en norska deildin hefst í lok mars.
Liðið á eftir að spila tvo æfingaleiki gegn Sogndal og Valerenga áður en norska deildin hefst í lok mars.
Daníel Tristan Guðjohnsen er kominn af stað eftir meiðsli en hann kom inn á þegar Malmö lagði Vasteras 3-0 í sænska bikarnum. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum.
Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar þegar liðið nældi í glæsilegt stig gegn toppliði FCK í dönsku deildinni. Nóel Atli spilaði 84 mínútur en þetta var annar leikurinn hans eftir langvarandi meiðsli.
Álaborg er í 9. sæti með 18 stig eftir 20 umferðir.
Adam Pálsson kom ekkert við sögu í 1-1 jafntefli Novara gegn AlbinoLeffe í C-deildinni á Ítalíu. Þetta er annar leikurinn í röð sem hann situr allan tímann á bekknum. Novara er í 7. sæti með 42 stig eftir 29 umferðir.
Athugasemdir